Náðu í og settu upp nýjustu daglegu byggingarútgáfuna af OpenShot og staðfestu hvort vandamálið/villan sé ennþá til staðar. Það kemur oft fyrir að margir notendur tilkynni um sama vandamálið eftir að við höfum lagað það (vegna þess að leiðréttingin er ennþá einungis komin inn í daglegu byggingarútgáfurnar okkar).
Vinsamlegast virkjaðu einnig Villuleitarmáta (Verbose) í OpenShot-stillingunum áður en þú staðfestir vandamálið. Villuleitarmáti mun búa til ítarlegri atvikaskrár, en hann veldur því að OpenShot keyrir mun hægar. Mundu því að slökkva á þessari stillingu næst þegar þú notar OpenShot.